Anna Hárstofa

Anna hárstofa er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 1976 af Önnu Guðrúnu Höskuldsdóttir.

Haustið 2019 taka hjónin Gunnhildur Katrín Hjaltadóttir hársnyrtimeistari og Hlynur Geir Hjartarson við rekstrinum. Þau eru rekstrinum ekki ókunn þar sem Anna er móðir Hlyns og því tengdamamóðir Gunnhildar. Eftir rúm 40 ár í rekstri hefur Anna hárstofa tryggt sér tryggan hóp viðskiptavina og leitast við að veita alltaf fyrsta flokks þjónustu hvort sem er á sviði hársnyrtingar eða ráðleggingar til viðskiptavina með vöruval.

Gunnhildur Katrín